Leikfélag MH frumsýnir leikritið ,,Næsta morð á dagskrá… (Sagan af því hvernig Gréta hætti að gráta)’’ föstudaginn 19. mars. Leikritið er búið til af leikhópnum alveg frá grunni og hefur það orðið til í gegnum spuna og ýmsar aðrar æfingar. Öll tónlist, danshreyfingar og karakterar í sýningunni eru skapaðir af leikhópnum. Leikritið fjallar í stuttu máli um þrjár morðráðgátur sem eiga sér stað á Hellu. Þeir Helgi Grímur Hermannsson og Tómas Helgi Baldursson, útskrifaðir MH-ingar og útskrifaðir sviðshöfundar af sviðshöfundabraut LHÍ, eru leikstjórar sýningarinnar. Leikritið er sýnt í Undirheimum í MH og hefur leikhópur leikfélagsins unnið hörðum höndum að sýningunni síðan í janúar.
Sýnt verður mjög þétt, bæði fyrir og eftir páskafrí, alveg fram að síðustu kennsluviku skólaársins. Sýningarnar eru fleiri en vanalega þar sem færri áhorfendur komast fyrir í salnum vegna sóttvarnarlaga. Miðasalan fer fram á Tix.is.
Hér er hlekkurinn á miðasöluna: https://tix.is/is/event/11069/n-sta-mor-a-dagskra/
Vegna sóttvarnarlaga þá geta áhorfendur ekki setið jafn þétt og vanalega. Það á þó aðeins við um almenna áhorfendur en ekki nemendur. Þess vegna verða skipulagðar sérstakar nemendasýningar sem eru einungis fyrir nemendur í MH, þar sem hægt er að fylla salinn.