Farandgripur eftir Steingrím Eyfjörð í vörslu nemenda MH
Í frétt á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International segir:
„Í lok síðasta árs efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta
árangurinn á bréfamaraþoni samtakanna í þágu verndar og virðingar mannréttinda, víðs vegar um heiminn. Sex framhaldsskólar
skráðu sig til leiks og var árangur skólanna glæsilegur, en samtals skrifuðu menntskælingar 7.267 aðgerðakort til ellefu landa, þar sem
mannréttindi eru fótumtroðin. Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð báru sigur úr býtum og
skrifuðu þeir 2.971 aðgerðakort þar sem þrýst var á yfirvöld að gera úrbætur í mannréttindamálum.“Frétt á vef Amnesty Frétt á vef DV