Nemendur MH héldu málþing um kynjakvóta í Gettu betur

Menntaskólinn við Hamrahlíð er fylgjandi reglum um kynjakvóta. Úr frétt á frétt RÚV Blásið var til málþings um kynjakvóta í Gettu betur í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð í dag. Ákvörðun um að sérhvert lið í Gettu betur vorin 2015 og 16 skuli vera skipað keppendum af báðum kynjum hefur vakið nokkrar deilur. Úr frétt á Visir.is „Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum þessu 28 ár sem Gettu betur hefur verið haldin að það sárvantar stelpur inn í keppnina. Þá þurfa fleiri stelpur að taka þátt svo þær geti orðið fyrirmyndir fyrir þær sem yngri eru. Stundum þarf bara að grípa inn í," segir Karen Björk Eyþórsdóttir, forseti NFMH.