Nemendur í Norðurkjallara
Nýnemar mættu í MH í dag og var gaman að líta yfir hópinn og sjá hversu spennt þau voru að byrja í framhaldsskóla. Rektor hélt ræðu á sal og bauð þau velkomin og svo fóru allir í stofur með sínum umsjónarkennara. Nemendur í stjórn NFMH sóttu svo alla hópana og sýndu þeim skólann og sögðu frá helstu kennileitum. Gangan endaði svo í Norðurkjallara þar sem boðið var upp á hressingu. Takk fyrir daginn og sjáumst á mánudaginn þegar skólasetning verður kl. 8:20. Kennsla hefst í beinu framhaldi af henni. Gleðilega önn