Ásdís Birgisdóttir
Á nýju ári tók Ásdís Birgisdóttir við stöðu áfangastjóra af Pálma Magnússyni sem lét af störfum um áramótin. Ásdís hefur unnið við menntakerfið frá 1995, þar af 10 ár í kennslu og frá 2005-2018 sem náms- og starfsráðgjafi við VMA, sem náms- og starfsráðgjafi í afleysingu við FB 2018-2019 og við MH frá 2019.
Ásdís hefur á sínum ferli gengt ýmsum trúnaðarstörfum og situr m.a. í skólamálanefnd FF og í kjaranefnd Félags náms- og starfsráðgjafa.
Við bjóðum Ásdísi velkomna til starfa í nýju hlutverki og þökkum jafnframt Pálma fyrir samstarfið síðustu áratugi.