Nýr rektor, konrektor og IB stallari

Mánudaginn 10. febrúar flutti Helga Jóhannsdóttir konrektor sig yfir á skrifstofu rektors til að gegna því embætti næsta árið. Guðmundur Arnlaugsson IB-stallari sá sér þá leik á borði og flutti úr skrifstofunni sinni á skrifstofu konrektors og mun leysa Helgu af næsta árið. Þar með losnaði stóll IB-stallara og Alda Kravec enskukennari sló til og flutti á skrifstofu IB-stallara. Helgu, Guðmundi og Öldu óskum við öllum góðs gengis og erum spennt að fylgjast með þeim á nýjum vígstöðvum.