Nýskipuð skólanefnd MH kom saman í fyrsta sinn miðvikudaginn 6. desember. Nefndina skipa Hildur Sverrisdóttir, Karl Sigurðsson, Margrét M. Norðdahl, Ragnar Guðmundsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir sem jafnframt mun gegna embætti formanns nefndarinnar. Fulltrúar starfsmanna í nefndinni eru Halldóra Björt Ewen og Stefan Christian Otto og fulltrúi foreldra er Halla Sigrún Arnardóttir. Forseti NFMH, Enar Kornelius Leferink er fulltrúi nemenda í skólanefnd. Rektor MH situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar og konrektor er ritari nefndarinnar. Skólanefndin fundar að jafnaði síðasta miðvikudag í mánuði, annan hvern mánuð.
|
|