12.03.2014
Miðvikudaginn 12. mars verður opið hús í MH frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn
þeirra. Í opnu húsi verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt.
Námstjórar, kennarar, stjórnendur og náms- og
starfsráðgjafar munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við
skólann.
Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga
á nám hér í M.H.
Nemendur kynna félagslíf nemenda og NFMH
Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur kl. 18:00