Fimmtudaginn 7. mars verður opið opið hús í MH fyrir 10. bekkinga og fjölskyldur sem vilja kynna sér lífið í MH. Kynningar á námsframboðinu í skólanum verða á Miklagarði og Miðgarði og verður hægt að spjalla við nemendur, kennara, námsráðgjafa og stjórnendur um allt sem ykkur dettur í hug. Hver námsgrein mun vera með sinn kynningarbás og sýna sínar allra bestu hliðar t.d. hvaða efni er verið að kenna, hvaða bækur er verið að nota og hvernig verkefni er verið að leysa. Nemendur skólans bjóða upp á kynnisferðir um skólann í og á Matgarði vera ráðin í NFMH með kynningar á starfseminni sinni. Um 17:30 mun leikfélagið sýna dansatriði úr söngleiknum Söngvaseið sem verður frumsýndur um miðjan apríl og um kl. 18:00 mun stórglæsilegi kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja nokkur lög. Endilega kíkið í heimsókn og við tökum vel á móti ykkur.