Opnað fyrir stundatöflur 2. janúar kl. 13:00

Stundatöflur verða sýnilegar í Innu kl. 13:00 2. janúar hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin og opnað verður fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum í INNU á sama tíma. Þangað til er Inna lokuð. Töflubreytingum í INNU lýkur laugardaginn 4 janúar en eftir það er hægt að sækja um töflubreytingar hjá námstjórum til og með föstudeginum 10. janúar. Eftir það er ekki hægt að bæta áföngum við en hægt er að skrá sig úr áfanga/um.
Fyrsti kennsludagurinn er mánudagurinn 6. janúar skv. stundatöflu.