Öryggismyndavélar

Í og við MH eru 13 öryggismyndavélar. Þær eru staðsettar við innganga, á göngum skólans og á Matgarði. Lóð skólans er einnig vöktuð á völdum stöðum. Sérstakar merkingar eru við innganga skólans, sem og við innkeyrslur inn á bílastæðin, til að þeir sem eiga leið um viti af tilvist myndavélanna. Nánar má lesa um rafræna vöktun í og við skólann á heimasíðunni.