Fyrir miðju er Lilja Dögg og með henni á myndinni eru Guðmundur prófstjóri, Atli, Sigurborg og Sigríður Hrönn líffræðikennarar, Pálmi áfangastjóri og Steinn rektor.
Fyrsta lokpróf skv. próftöflu vorsins 2020 opnaðist í Innu kl. 9:15 í morgun. Nemendur biðu spenntir heima hjá sér og kennarar þeirra biðu spenntir á Miðgarði. Mikil gleði braust út þegar fyrstu nemendur opnuðu prófin og hófust handa við að svara. Mæting var góð og sáu námsráðgjafar til þess að hnippa í nemendur sem ekki voru mættir tímanlega í prófin. Á sama tíma var ráðherra mennta- og menningarmála, Lilja Dögg Alfreðdóttir, í heimsókn og fékk kynningu frá sálfræðingi skólans á líðan nemenda MH á tímum samkombanns. Lilja Dögg fylgdist líka spennt með nemendum streyma í Innupróf. Gangi ykkur öllum sem best í prófunum.