Próftafla nemenda fyrir vorönn 2010 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella á Próftafla á lista vinstra megin. Athugið að próftaflan verður einungis aðgengileg í Innu. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir föstudaginn 9. apríl. Skilyrði vegna breytinga á próftöflu...
Öldungadeildarnemendur sem vilja taka próf með dagskóla þurfa að sækja um það til prófstjóra.
Dagskólanemar mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
- Tvö próf eru á sama tíma
- Þrjú próf eru á sama degi
- Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
Ef þú þarft að láta færa til próf og uppfyllir ofangreind skilyrði getur þú sent prófstjóra tölvupóst á gud@mh.is.
Umsókn um tilhliðrun ásamt útskýringu þarf að berast í tölvupósti til prófstjóra í síðasta lagi föstudaginn 9. apríl.