Í dag eru nemendur að þreyta stærðfræðipróf og sjálfsagt hefur mikið gengið á við undirbúninginn fyrir þau. Lagið "reiknaðu með mér" sem Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal syngja svo skemmtilega, hefur kannski verið sungið inn á milli dæma til að dreifa huganum. Gaman að hlusta á textann og velta fyrir sér orðaleiknum sem þar er með hugtök sem notuð eru í stærðfræði. Stærðfræðin er greinilega alls staðar.
Síðasta próf verður miðvikudaginn 14. desember og einkunnir verða birtar um helgina.
Reiknaðu með mér