21.04.2017
Bókasafnið fékk í morgun tölvupóst frá Kevin Lawrence með
eftirfarandi fyrirspurn:We are Canadian, visiting Reykjavik. I have
a picture of me and my brother sitting on a statue by Asmundar Sveinsson that
we have been told is inside your school. If possible we would like to
look at it today before we leave. Is that possible? Do you
recognize the statue? Með fylgdi mynd af þeim bræðrum í styttunni.Ásdís Hafstað forstöðumaður bókasafnsins svaraði Kevin og sagði að styttan
væri hér í Útgarði og bauð hann velkomin að skoða hana.
Skömmu síðar birtist hann með konu sinni og fóru þau með Ásdísi út
í Útgarð og tóku nokkrar myndir af styttunni í sól og blíðu í garðinum.
Sagan af myndinni er sú að stytta Ásmundar Sveinssonar var
fulltrúi íslenskrar myndlistar á heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Þess
má geta að Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt MH hannaði íslenska svæðið.
Kevin kom ásamt bróður sínum á sýninguna þar sem myndin var tekin. Reykjavíkurborg gaf skólanum þetta listaverk við stofnun
skólans. Þegar styttan kom heim frá Kanada haustið 1968 var hún afhent skólanum
við skólasetningu að listamanninum viðstöddum og komið fyrir í Útgarði
þar sem hún hefur verið æ síðan.