Samkeppni um vegglistaverk

Veggurinn er 3m á lengd og 2m á hæð
Veggurinn er 3m á lengd og 2m á hæð

Nemendum MH gefst kostur á að taka þátt í samkeppni um vegglistaverk í margmiðlunarherbergi bókasafns skólans. Verkið þarf að hæfa umhverfinu og falla að starfsemi bókasafnsins. Sérstök valnefnd mun velja eitt verk úr innsendum tillögum en hver þátttakandi má senda inn að hámarki þrjár hugmyndir. Skólinn greiðir efniskostnað, þ.e. málningu og pensla. Frestur til að skila inn skissum er til og með 1. desember næstkomandi, á netfangið rektor@mh.is.