25.09.2015
Í þessari viku
brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í
hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma.
Tvöfaldir tímar
lengjast, morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá
hádegi til fjögur (12:30-16:00) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð
er í stundatöflu í langa tímanum.
Viðvera er
skráð í lengdu tvöföldu tímunum og gildir fyrir alla tíma vikunnar.
LÍKAMSRÆKT:
Boðið verður upp á aukatíma/uppbótartíma í líkamsrækt. Hefðbundin líkamsrækt fellur niður. Nemendur mæta þegar þeim hentar.
Ganga vegna aukatíma mánud. 21 sept. Kl: 8:30 12:00. Munið góða skó, drykk og nasl.
Opið hús í íþróttahúsi MH
þriðjudag til fimmtudags frá kl: 10:00 til 14:00, og föstudag frá kl: 10:00 til
12:00.
Fyrsti tvöfaldi
tími vikunnar hefst kl. 12:30 mánudaginn 21. september. Þessi tafla lýsir fyrirkomulaginu.
Tími
mánudagur
þriðjudagur
miðvikudagur
fimmtudagur
föstudagur
8:30 til
Kennari og stofa
Kennari og stofa
Kennari og stofa
Kennari og stofa
12:00
skv. tíma kl. 8:10
skv. tíma kl. 8:10
skv. tíma kl. 8:10
skv. tíma kl. 8:10
matur
12:30 til
Kennari og stofa
Kennari og stofa
Kennari og stofa
Kennari og stofa
16:00
skv. tíma kl. 14:15
skv. tíma kl. 14:15
skv. tíma kl. 14:15
skv. tíma kl. 14:15