Sérúrræði í prófum

Alltaf eru einhverjir nemendur sem þurfa sérúrræði í lokaprófum og við tökum tillit til þess. Ýmis úrræði standa ykkur til boða sem eigið greiningar af einhverjum toga, hafið vottorð frá lækni/sálfræðingi eða eruð í reglulegu sambandi við náms- og stafsráðgjafa MH. Nánari upplýsingar eru í tölvupósti frá námsráðgjöfum sem fór út í dag og er einnig hér á heimasiðunni. Lesa tölvupósta til nemenda frá MH

Úrræði sem eru í boði eru:

  • að fá að taka próf í kennslustofu frekar en á sal  
  • að lesblindir nemendur geta fengið lituð prófblöð eða prófið á hljóðskrá 
  • að taka próf í námsveri (gildir um þá sem hafa sótt námsver í haust) 

Ef þörf er á einhverjum öðrum sérúrræðum þá bendum við ykkur á að ræða það við námsráðgjafa.

Sótt er um sérúrræði í prófum hjá námsráðgjöfum og sækja þarf um fyrir páska eða í síðasta lagi 22. mars. Ekki verður skráð í sérstofur eftir þann dag.

Athugið að ekki þarf að sækja sérstaklega um lengri próftíma, aðeins lituð blöð, upplestur eða að taka prófið í kennslustofu (hámark 14 nemendur).

 Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við náms-og starfsráðgjafa MH.