Í dag, þriðjudag, er síðasti prófdagur skv. próftöflunni og eru það sálfræði og danska sem eiga síðasta orðið. Á morgun og fimmtudaginn eru nokkrir að taka sjúkrapróf og þá er ekkert annað eftir en að bíða eftir einkunnum. Ef einhverjar einkunnir sjást í Innu, fyrir próf sem tekin voru á prófatíma þá teljast þær vinnueinkunnir og geta breyst. Einkunn telst ekki fullkomin fyrr en við höfum tilkynnt að svo sé. Áætlað er að einkunnir birtist eftir kl. 16:00 föstudaginn 18. maí. Gangi ykkur vel á lokametrunum.