Það var öðruvísi dagur hjá okkur í MH í dag og viljum við þakka öllum fyrir skilninginn og þolinmæðina. Við vorum í stöðugu sambandi við sóttvarnarteymi Landlæknis og erum að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum sem við fáum frá því góða fólki sem stendur vaktina yfir veirunni. Við munum gera okkar besta til að upplýsa og koma skilaboðum til allra. Staðan er núna þannig að skólahald heldur áfram á morgun hjá okkur öllum, þó að sumir þurfi að sinna náminu frá heimilum sínum. Nánari upplýsingar munu berast í tölvupósti til allra um leið og við höfum þær og ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið. Við munum ekki bjóða upp á hafragraut á morgun og eru nemendur hvattir til að borða morgunmat heima. Við hvetjum líka alla til að fara eftir tilmælum Landlæknis og þvo hendur og fara sparlega með faðmlögin.