Skráning á sumarönn er hafin og fer fram hjá námsráðgjöfum, áfangastjóra eða námstjórum. Endilega skráið ykkur sem fyrst svo við getum staðfest hvaða áfangar verða í boði. Sumarönn er einungis fyrir nemendur MH.
Sumarönn mun standa frá 4. júní til 30. júní 2018. Eftirfarandi áfangar verða í boði ef næg þátttaka fæst og kennt verður samkvæmt eftirfarandi töflu:
|
mánudagur
|
þriðjudagur
|
miðvikudagur
|
fimmtudagur
|
föstudagur
|
16:30-17:30
|
STÆR3DD05
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
STÆR3DD05
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
STÆR3DD05
|
17:45-18:45
|
STÆR3DD05
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
STÆR3DD05
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
STÆR3DD05
|
19:00-20:00
|
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
|
SAGA2BM05
ÍSLE3EE05
|
|
Fimmtudags og föstudagstímar verða kenndir í eitt skipti á laugardegi.
Fimmtudagur verður laugardaginn 16. júní kl. 9:00 og föstudagur verður laugardaginn 23. júní kl. 9:00. Nánar um það síðar.
Ráðgert er að prófað verði fimmtudaginn 28. júní og prófsýning laugardaginn 30. júní. Nánari tímasetningar og fyrirkomulag verður ákveðið síðar.
Yndislestur í ensku.
Boðið verður upp á ENS3DY03 og ENSK3EY03 þar sem nemendur lesa 5 bækur. Standa þarf skil á þremur bókum í júní og ef það gengur eftir þá þarf að standa skil á tveimur í ágúst. Áfanganum lýkur í ágúst.
ÍSLE3EE05
ATH: Nemendur sem lokið hafa ÍSLE3CC05/3CH05 með einkunn 8-10 geta fengið undanþágu frá undanfara. Þetta gildir einungis á sumarönn 2018 og er ekki fordæmisgefandi.