Skuggakosningar

Í dag ganga nemendur MH til skuggakosninga. Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Skuggakosningar fara fram í fimmta sinn hér á landi þann 21. nóvember. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 30. nóvember. Nemendur í stjórnmálafræði sjá um framkvæmdina í MH og er hægt að kjósa til kl. 16:00.