Skytturnar þrjár fá styrk til þess að berjast fyrir aðgengi fatlaðra

Í frétt á mbl.is frá í gær segir: „Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs afhenti Skyttunum þremur styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra.  Skytturnar þrjár, eru ungar stúlkur sem berjast fyrir aðgengi fatlaðra og heita Áslaug Ýr Hjartardóttir, systir hennar Snædís Rán Hjartardóttir og Helga Dögg Heimisdóttir.“ Tvær af skyttunum þremur eru nemendur MH, þær Áslaug Ýr og Snædís Rán. Til hamingju ungu konur!