Söngvaseiður

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólinn í tónlist kynna með stolti söngleikinn Söngvaseið. Að verkinu kemur fjöldinn allur af nemendum beggja skóla ásamt leikstjóra, aðstoðarleikstjóra/danshöfundi, tónlistarstjóra og kórstjóra. Þessi ástríka sýning er stærsta sýning MH í fleiri áratugi og er fullkomin fyrir alla aldurshópa. Miðasala er inni á Tix.is og geta Nemendur MH og MÍT keypt miða á afslætti.