Matgarður á tímum sóttvarnarhólfa

MH er skipt upp í 5 sóttvarnarhólf og í flestum tilfellum eru lokaðar dyr sem skýra hvar hólf endar. Það er hins vegar ekki mögulegt á Matgarði þar sem vanalega er stórt og opið rými. Matgarður er núna tvískiptur og þar með nýju salernin líka. Við viljum ítreka við nemendur að virða þessar lokanir og hugsa um af hverju við erum að þessu. Nemendur þurfa því að skoða vel í hvaða stofu þeir eiga að mæta svo þeir viti í hvaða sóttvarnarhólfi þeir eiga að vera. Virðum reglur Almannavarna og skólayfirvalda.

salerni