Staðfestingardagur

Prófum er lokið og einkunnir munu birtast í Innu eftir kl. 16:00 í dag, 18. maí. Á morgun er staðfestingardagur þar sem nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína og farið yfir valið fyrir næstu önn. Umsjónarkennarar eru við milli klukkan 10 og 11 og má sjá staðsetningu þeirra hér á heimasíðunni. Námsráðgjafar, námstjórar, áfangastjóri og konrektor verða einnig við, ykkur til aðstoðar. Einhver þurfa að gera breytingar miðað við gengi vorannar og hvetjum við ykkur öll til að skoða valið ykkar vel miðað við árangur vorannarinnar.  Prófsýning er milli 11:15 og 12:15 í auglýstum stofum. Ýmsar upplýsingar má finna í bréfi til nemenda.