STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2009

Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 12. til 14. ágúst.Rafræn skráning í stöðupróf fer fram hér á heimasíðu skólans /exam/. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 frá og með 11. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 3500 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis prófdag, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi.