Kórinn,ásamt Hreiðar Inga kórstjóra, gaf sér tíma til að stilla sér upp við Öxarárfoss á Þingvöllum á leiðinni heim
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hefur nú lokið tónleikaferð sinni um Suðurland sem lukkaðist vel. Sungið var fyrir aldraða á dvalarheimili á Hellu, fyrir grunnskóla á Hvolsvelli og í Reykholti, Biskupstungum. Sungið var fyrir menntaskólanema á Laugarvatni og haldnir voru tónleikar í Vík, á Selfossi og í Skálholti. Í Skálholti hélt kórinn sameiginlega tónleika með Kór Menntaskólans að Laugarvatni og Kór Kvennaskólans.