Sumarhátíð

Ljúfir tónar fylltu Miklagarð í dag þegar kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng inn sumarið. Sungin voru fimm falleg lög undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Í síðasta laginu blandaðist kórinn samnemendum sínum og tóku allir viðstaddir undir og sungu saman "Ó blessuð vertu sumarsól" við undirleik Jakobs Freys Einarssonar. Þetta var virkilega ljúf stund á sal í síðustu kennsluviku annar.