Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var hringt á sal í dag. Kór skólans opnaði dagskrána með söngnum Smávinir fagrir, texti eftir Jónas Hallgrímsson, undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Næst sagði Hildur Ýr íslenskukennari nokkur orð um Jónas Hallgrímsson og hans áhuga á íslenskri tungu og benti á að það býr Jónas í okkur öllum. Nemendur og kennarar sungu svo saman tvö lög við undirleik Sigurkarls Stefánssonar líffræðikennara og Bóasar Valdórssonar Sálfræðings. Takk fyrir notalega stund.