Flest vitum við að svefn skiptir miklu máli. Alþjóðlegi svefndagurinn var föstudaginn 13.mars og í tilefni af því sendi verkefnastjóri heilsueflandi framahaldsskóli út ráðleggingar sem stuðla að betri svefni og töflu sem segir til um æskilegan svefntíma fyrir hvert aldurskeið. Um þetta er einnig fjallað í frétt á vef embættisins. Við minnum á að góður svefn er nauðsynlegur fyrir alla til að geta tekist á við verkefni dagsins. Á þessum tímum er einnig vert að taka fram að góður svefn hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.