12.03.2015
Hér var líf og fjör á opnu húsi miðvikudaginn 11. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum
þeirra. Björg náms- og starfsráðgjafi sá til þess að skipulagið og umgjörðin væri góð og nemendafélagið um
kynnisferðir um skólann. Við þeim tók svo vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks og
stjórnenda. Kórinn sá um fallegan söng undir stjórn Þorgerðar og Ingvar matreiðslumeistari um fagurlega framreidda ávexti og kaffi.
Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra gesta og heimafólks.
Kærar þakkir fyrir komuna!