Þorgerður tekur við heiðursverðlaununum
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir:
„Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins hlaut heiðursverðlaunin á Íslensku
tónlistarverðlaununum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti henni verðlaunin og sagði að með starfi
sínu hefði Þorgerður hleypt birtu og hlýju í líf kórfélaga og þeirra sem á hlýddu.
Þorgerður þakkaði fyrir viðurkenninguna og sagði að sér þætti vænst um að með verðlaununum væri athygli vakin á
listrænu starfi með ungu fólki. Allt þetta unga fólk sem komið hefði að starfinu hafi gefið hug sinn og hjarta í sönginn. Þau eigi
þetta saman. Þá hafi söngurinn sameinað þau í vináttu og gleði sem hafi borist úr Hamrahlíðinni um land allt og víða
um lönd. Kórfélagar taki þetta allt með sér út í lífið.
Þorgerður sagði jafnframt í þakkarræðu sinni að það væri mikil gæfa að hafa í lífsstarfi sínu unnið
með ungu og heilbrigðu fólki. Söngurinn geri menn að vinum, gleðji fólk og lyfti hug í hæðir“ Frétt RÚV
Til hamingju Þorgerður og kórmeðlimir fyrr og síðar!