Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur
01.02.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sæmdi Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða miðvikudaginn 31. janúar. Þorgerður er sjöundi Reykvíkingurinn sem er gerð að heiðursborgara. Séra Bjarni Jónsson hlaut nafnbótina árið 1961, Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guðmundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið 2015. Starfsfólk skólans og nemendur óska Þorgerði innilega til hamingju með nafnbótina.
|
|