Þýska sendiráðið er að bjóða upp á ókeypis nemandasýningu í Bíó Paradís á myndina DAS SCHWEIGENDE KLASSENZIMMER (the silent revolution). Hún gerist 1957 í menntaskóla í austurþýskalandi og er byggð á sannsögulegum atburði. Myndin er með enskum texta og er ókeypis í kvöld kl 20 (og ef mætt er tímalega er boðið upp á pop og gos með). Í beinu framhaldi af þýskri mynd er svo hægt að fara á franska kvikmyndaviku sem stendur til 17. febrúar. Þýsku og frönsku kennarar í MH hvetja alla til að kynna sér þetta nánar.