Þýskir gestir

Þýsku gestirnir og MH-ingarnir á fallegum degi í Útgarði.
Þýsku gestirnir og MH-ingarnir á fallegum degi í Útgarði.

Í vikunni voru þýskir gestir frá Leipzig í heimsókn í MH. Nemendur og kennarar í þýsku tóku vel á móti þeim og unnu þau saman alla vikuna að því að mynda tengsl og kynnast og nýta til þess tungumálakunnáttu sína en nemendurnir eru flestir komnir í fjórða áfanga í þýsku. Gestirnir fóru einnig í dagsferð um næsta nágrenni Reykjavíkur ásamt gestgjöfunum og áttu góðar stundir saman. Samvera eins og þessi gefur mikið og voru gestirnir mjög þakklátir og upplifðu hlýtt viðmót, gestrisni og áhuga allra sem lét þeim líða vel í heimsókninni. Það er hvetjandi fyrir MH-ingana og stefna þau á að heimsækja þau seinna og halda áfram að nýta sér þær dyr sem opnast með góðri tungumálaþekkingu.