Þýskuþraut

Við erum stolt af þessum nemendum og myndin sýnir verðlaunahafana ásamt þýska sendiherranum, Herbert…
Við erum stolt af þessum nemendum og myndin sýnir verðlaunahafana ásamt þýska sendiherranum, Herbert Beck, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn.

Á dögunum fór fram árleg þýskuþraut og tveir MH-ingar unnu þar til verðlauna, þau Breki Sigurðarson sem náði 4. sætinu og fær að launum tveggja vikna dvöl í Þýskalandi og Sylvía France Skúladóttir sem lenti í 14. sæti og fékk bókaverðlaun. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir stuttmyndasamkeppni og þar varð framlag MH í fyrsta sæti. Verðlaunamyndin heitir "Meine Mutter im Schafstall", en höfundar hennar, Hekla Karen Alexandersdóttir og Snjólaug Vera Jóhannsdóttir hlutu bókaverðlaun.
Til hamingju öll.