Þá liggja úrslit hinnar árlegu landskeppni í efnafræði fyrir. Í ár voru 115 þátttakendur í undankeppni sem
fram fór í skólunum, þar af 19 úr MH. Af þeim sem stóðu sig best tóku 12 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram
fór við Háskóla Íslands. Af þeim var helmingurinn eða 6 úr okkar skóla. Þau röðuðu sér síðan
í eftirfarandi sæti: 1. Sigtryggur Hauksson, 4. Magnús Pálsson, 5. Ragnheiður Guðbrandsdóttir,
7. Anna Bergljót Gunnarsdóttir, 11. Stefán Carl Gunnarsson og 12. Signý Lea Gunnlaugsdóttir.
Eins og sjá má er þetta einkar glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Efstu keppendunum verður boðið sæti í fjögurra manna
sveit Íslands í 43. alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fram fer í Tyrklandi 9. - 18. júlí 2011.