Laugardaginn 29. maí voru 174 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Dúx skólans þetta vorið var Iris Edda Nowenstein Mathey stúdent af málabraut og semidúx var Árni Johnsen stúdent af náttúrufræðibraut. Alls sjö nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn. Flestum einingum lauk Guðný Ósk Sveinbjörnsdóttir stúdent af félagsfræðabraut með 189 einingar.
Skipting stúdenta eftir brautum er sem hér segir: 68 af félagsfræðabraut, 62 af náttúrufræðibraut, 32 af málabraut, 16 af námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs eða IB braut, 1 brautskráðist af listdansbraut og 1 brautskráðist af framhaldsleið klæðskeraiðnar. Sex nemendur luku námi af tveimur brautum samtímis. Langflestir útskrifuðust frá dagskóla eða 167, en 7 frá öldungadeild. Konur eru 97 og karlar 77.