Jörðin. Titill myndar: "Earth - Global Elevation Model with Satellite Imagery (Version 2)" Höfundur: Kevin M. Gill. (Leyfi CC BY 2.0)
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur sett sér tvær nýjar stefnur tengdar umhverfismálum. Annars vegar umhverfis- og loftslagsstefnu í samræmi við lög nr. 70/2012 og þátttöku skólans í Grænum skrefum ríkisstofnana og hins vegar samgöngustefnu. Skólinn stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Stefnurnar eru aðgengilegar á þessum síðum: Umhverfis- og loftslagsstefna og samgöngustefna.