Umhverfisnefnd

MH tekur þátt í grænum skrefum og hefur nú þegar tekið á móti viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið.  Umhverfisnefnd nemenda fundaði í gær og mun leggja sitt að mörkum til að grænum skrefum fjölgi og grænfánum verði flaggað. Nemendum datt í hug að hafa samband við Brauð & Co og fengu gefins snúða sem annars hefðu kannski endað í ruslinu. Það er eitt af markmiðum grænna skrefa að minnka matarsóun og naut hópurinn góðs af því.