Umhverfisvika

Umhverfismál í brennidepli í MH
Umhverfismál í brennidepli í MH

Vikan 11.-15. október er helguð umhverfismálum í MH. Umhverfisráð stendur fyrir ýmsum viðburðum. Sérstakt átak verður gert í að flokka ruslið betur og keppt verður í flokkun í hádeginu á mánudag, grænn dagur verður á þriðjudag en þá eru allir hvattir til að klæðast grænu og grænasti einstaklingurinn fær verðlaun. Fataskiptimarkaður verður á Matgarði frá þriðjudegi og á miðvikudag verður boðið upp á fyrirlestur í hádeginu, svo eitthvað sé nefnt.