Umsókn um jöfnunarstyrk

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir jöfnunarstyrks fyrir námsárið 2021-2022 og eru nemendur hvattir til að sækja um strax fyrir báðar annir námsársins. Umsóknarfrestur haustannar er til og með 15. október n.k. og vorannar til og með 15. febrúar n.k. Sótt er um á MITT LÁN og ISLAND.is með rafrænum skilríkjum.
Ef nemendur óska eftir frekari upplýsingum er hægt að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is. Nánar má lesa um jöfnunarstyrk á síðu Menntasjóðs.