Í MH velja nemendur áfanga út frá brautarskipulagi og ráða sjálf hverju sinni, hvaða áfanga þau taka og í hvaða röð. Í dag var opnað fyrir valið fyrir vorönn 2022 og hafa nemendur til og með 11. október til að ganga frá því. Það fer eftir niðurstöðum valsins hvaða áfangar verða endanlega í boði á vorönn. Nemendur geta kynnt sér áfangaframboðið á heimasíðunni þar sem hægt er að skoða lista með öllum áföngum sem boðið er uppá og einnig glærur sem sýna hvaða valáfangar eru í boði. Við hvetjum alla nemendur til að skoða þetta vel og leita sér aðstoðar, ef þeir þurfa, hjá umsjónarkennurum, námstjórum, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöfum.