Valvika

Umsjónarfundur verður mánudaginn 5. mars næstkomandi klukkan 11:10  og mun hann marka upphaf vals fyrir haustönn 2007. Þá eiga nemendur að hitta umsjónarkennara sinn og fá upplýsingar og leiðbeiningar um valið og hvaðeina sem þeir vilja og tími leyfir. Nemendur slá sjálfir inn valið eins og venjulega og fá eina viku til þess eða frá 5. mars til hádegis þann 12. mars. Öllum nemendum er skylt að mæta og velja áfanga fyrir næstu önn.Nánari upplýsingar er að finna í ritinu Áfangar fyrir val í mars 2007