10.03.2015
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2015 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi
og stendur frá 3.- 10. mars. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans undir: upplýsingar um val – áfangar og skoða ”áfanga í boði”,
”Leiðbeiningar fyrir val” til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á
heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að velja í fyrsta skipti undir: Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um
innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the fall term 2015
Starting today March 3rd you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Monday March 10th. Áfangaframboð /available courses for the next term are now to be seen on our homepage. Guide to course selection in
IB.
Nemendur verða skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í P-áfanga sem
heitir VAL1001. Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara, birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í Innu.
Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt því að sjá til þess að þið ljúkið að
velja á réttum tíma. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið slegið inn valið sendið þá
póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn
valið. Auk þess verða námstjórar og áfangastjóri til
viðtals fyrir alla nemendur um valið.