Valvika

Valvika er hafin í MH og verður henni ýtt úr vör með áfangakynningum á sal í dag fimmtudag. Kynningin stendur yfir frá kl. 12:00 til 15:00 og þar gefst nemendum kostur á að skoða áfangaframboðið fyrir haustönn 2024. Kennarar og annað starfsfólk verður á staðnum og um að gera að skoða og spyrja spurninga um alla frábæru áfangana sem við erum með í boði.

Búið er að opna fyrir valið í Innu og geta nemendur valið áfanga þar fyrir næstu önn.

Föstudaginn 8. mars gefst nemendum kostur á að hitta umsjónarkennarana sína og ræða enn betur við þá um valið sitt og eiga nýnemar haustannar 2023 að mæta í lífsleikni þann dag skv. stundaskrá.

Valvika stendur yfir til og með 11. mars.