Valvika er hafin / course selection

Valvika hófst í dag með valtíma fyrir nýnema haustannar 2021 og vorannar 2022 og alla aðra sem vildu nýta sér þá þjónustu að fá aðstoð við að velja áfanga fyrir næstu önn eða fara yfir skipulag námsins síns í MH. Allar upplýsingar um valið er að finna undir hnappnum Valvika á heimasíðunni. Þar er listi yfir alla áfanga sem eru í boði og annar listi með nánari lýsingu á valáföngum sem boðið verður upp á næstu önn, ef næg þátttaka fæst. Þar viljum við sérstaklega vekja athygli nemenda á kynjafræði, FÉLA2AB05 og nýjum áfanga um kynheilbrigði, KYNH2AB05. Valinu þarf að vera lokið fyrir miðnætti 17. október.
Miðannarmat birtist mánudaginn 10. október í Innu hjá nemendum sem eru fæddir 2006 eða seinna. Það verður sýnilegt undir Námið og einkunnir og munu foreldrar/aðstandendur nemenda fá tölvupóst á mánudaginn um matið, með leiðbeiningum um hvernig lesa á úr því.

__________

Selection week started today and all information is under the button Valvika on the website. This has to be completed before the end of Monday the 17th of October.
The midterm evaluation will be published on the 10th and will be in Inna under Study and Grades. Your parents/ guardians will receive some instructions about it by email.