Munið eftir að velja fyrir haust 2018

Dagana 5.-11. mars velja nemendur áfanga fyrir næstu haustönn. Samkvæmt hefðinni er framboð áfanga fjölbreytt en mikilvægt er að nemendur kynni sér vel undanfarareglur einstakra áfanga. Á forsíðu heimasíðu skólans er að finna nánari upplýsingar og leiðbeiningar undir Valvika haust 2018. Smelltu hér til að skoða áfangaframboð haustannar 2018. Afar mikilvægt er að val nemenda sé í samræmi við skipulag þeirra námsbrauta sem þeir eru skráðir inn á.

 

IB-Students: The course selection for Fall Semester 2018 will be one week later for IB-Students.