Nokkuð er um ferðalög starfsmanna og nemenda og er mikilvægt að skoða hvaða svæði flokkast undir áhættusvæði þar sem meiri hætta er á samfélagssmiti. Við viljum vekja athygli á ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna kórónuveirunnar/COVID-19. Þær má finna inn á vef Landlæknisembættisins. Þess má geta að þessi áhættusvæði breytast reglulega en í augnablikinu eru þessi svæði Kína, fjögur héruð á Norður Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran.
Við hvetjum alla til að fara eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis sem eru uppfærðar reglulega eftir ástæðum.